Viðskiptasafnsgreining Creditinfo sýnir þína markaðshlutdeild og hjálpar þér að draga úr hættunni á töpuðum kröfum.

Hver er þín markaðhslutdeild? Hversu heilbrigt er viðskiptasafnið þitt? Veist þú hversu stórt hlutfall þinna viðskiptavina stendur í skilum?

Með viðskiptasafnsgreiningu Creditinfo er hægt að fá heildstætt mat á þína markaðshlutdeild og stöðu þinna viðskiptavina með traustum gögnum úr fyrirtækjaskrá, ársreikningaskrá, vanskilaskrá og lánshæfismati Creditinfo.

Það eina sem þú þarft að gera er að senda okkur kennitölur viðskiptavina þinna og við útbúum skýrslu sem sýnir þína markaðshlutdeild og hvar viðskiptavinir þínir standa.

Í skýrslunni er hægt að finna eftirfarandi upplýsingar:

  • Markaðshlutdeild þína eftir landshlutum
  • Markaðshlutdeild þína eftir atvinnugreinum (ISAT)
  • Viðskiptavinir þínir flokkaðir eftir stærð
  • Viðskiptavinir þínir flokkaðir eftir lánshæfismati

Hægt er að fá enn dýpri sýn yfir áhættuna í viðskiptasafninu með því að bæta upplýsingum um útistandandi kröfur við kennitölur viðskiptavina.

Með viðskiptasafnsgreiningu Creditinfo er því með auðveldum hætti hægt að leggja mat á tækifæri og áhættu í viðskiptasafninu þínu.

Skjáskot úr skýrslunni. Hægt er að sjá hvernig viðskiptavinir þínir skiptast eftir lánshæfismati.

Hafðu samband og við greinum tækifærin og áhættuna í viðskiptasafninu þínu.