Creditinfo hefur gert aðgengilegt uppfært lánshæfismat einstaklinga. Nýjungar í uppfærslunni eru m.a. þær að vöktun innheimtuaðila vegna krafna í virkri innheimtu eru nú áhrifaþáttur í matinu.

Einnig gefst einstaklingum nú kostur á að miðla viðbótarupplýsingum um skuldastöðu sína til Creditinfo og látið hana teljast sem áhrifaþáttur á matið.

Lánshæfismat einstaklinga

Lánshæfismat einstaklinga er einkunn sem gefur til kynna líkurnar á því að viðkomandi einstaklingur fari í vanskil á næstu 12 mánuðum. Lánshæfi einstaklinga er metið á kvarðanum A1-E3, þar sem A1 er besta möguleika einkunn og E3 sú lakasta. Þegar einstaklingur sækir um lán eða aukna heimild á kreditkorti er lánveitanda skylt að kanna lánshæfi viðkomandi, þess vegna er mikilvægt fyrir einstaklinga að vera meðvitaðir um lánshæfismat sitt. Hægt er að skoða eigið lánshæfismat á Mitt Creditinfo.

Áhrifaþættir í lánshæfismati

Ýmsir þættir hafa áhrif á lánshæfismat einstaklinga. Sá þáttur sem hefur einna mest áhrif til lækkunar er fyrrum skráningar einstaklinga á vanskilaskrá. Önnur atriði sem geta haft áhrif til hækkunar eða lækkunar eru t.d. aldur, tengsl við atvinnulífið, búseta og hjúskaparstaða.

Til að vinna lánshæfismatið eru notaðar þær upplýsingar sem Creditinfo hefur aðgang að og er heimilt að nota til vinnslu. Til að nota aðrar upplýsingar sem kunna að koma að gagni við gerð lánshæfismats einstaklinga þarf Creditinfo sérstakt samþykki frá viðkomandi einstaklingi. Á Mitt Creditinfo geta einstaklingar samþykkt notkun slíkra viðbótarupplýsinga og verða þær þá notaðar í kjölfarið við útreikning á lánshæfismati. Einstaklingar geta síðan séð upplýsingar um breytt lánshæfismat á Mitt Creditinfo auk þess sem að þeir geta afturkallað samþykkið.

Viðbótarupplýsingar

Einstaklingum gefst nú kostur á að miðla viðbótarupplýsingum um skuldastöðu sína til Creditinfo og látið hana teljast sem áhrifaþáttur á matið. Eins og áður geta einstaklingar líka kosið að miðla upplýsingum um notkun á kerfum Creditinfo, svokallaðar uppflettingar, við gerð matsins. Hvort tveggja gefur einstaklingum kost á því að sýna fram á að þeir séu ekki, og hafi ekki verið nýlega í fjárhagslegum vandræðum. Við gerð hins nýja mats var endurskoðað hvers konar uppflettingar ættu að hafa áhrif á matið. Sem fyrr eru það uppflettingar vegna innheimtu sem hafa mest áhrif á matið en þar að auki hafa uppflettingar vegna bankaviðskipta og hjá fyrirtækjum í skammtímalánastarfsemi áhrif, en þau áhrif eru mun minni en upplýsingar um innheimtu. Einstaklingar sem velja að miðla viðbótarupplýsingum geta skoðað nákvæman lista yfir áhrif skuldastöðu og þær uppflettingar sem hafa áhrif á lánshæfismatið á mitt.creditinfo.is.

Skjáskot af Mitt Creditinfo þar sem einstaklingum gefst kostur á að skoða nákvæman lista yfir áhrif skuldastöðu á þeirra lánshæfismat.

Hvað felst í uppfærðu lánshæfismati?

  • Upplýsingar um skuldastöðu einstaklinga notaðar við gerð lánshæfismats

Á Mitt Creditinfo geta einstaklingar séð skuldastöðu sína gagnvart lánastofnunum. Með nýju lánshæfismati verða þessar upplýsingar nýttar við gerð lánshæfismats. Breytur sem eru skoðaðar eru t.d. upphæðir og nýting yfirdráttaheimilda, staða á húsnæðislánum og námslánum, söguleg greiðsluhegðun og afborganir sem eru komnar fram yfir eindaga. Á Mitt Creditinfo er svo hægt að sjá hvaða þættir í skuldastöðunni hafa áhrif til hækkunar eða lækkunar á lánshæfismati.

  • Vaktanir innheimtuaðila eru virkar breytur í lánshæfismatið fyrir alla þjóðina

Vaktanir af innheimtuástæðu eru nú upplýsingar sem geta haft áhrif á alla einstaklinga. Á mitt.creditinfo.is getur einstaklingur séð hvort slík vöktun hefur áhrif á lánshæfismatið hans.

  • Betri nýting á fyrirtækjatengingum við gerð matsins

Lánshæfismat einstaklinga hefur tekið tillit til tengsla einstaklinga við fyrirtæki en með uppfærðu lánshæfismati hefur verið skerpt á því þann veg að meira tillit er tekið til þess hver tengsl viðkomandi einstaklings eru nákvæmlega við fyrirtæki. Ef aðilar eru tengdir fleiri en einu fyrirtæki eru áhrif fyrirtækjanna á lánshæfismatið vegin saman með styrk tengslanna. Á mitt.creditinfo.is getur einstaklingur séð hvaða fyrirtæki eru tengd honum.

  • Betri upplýsingagjöf á Mitt Creditinfo til einstaklinga um áhrifaþætti við gerð lánshæfismats

Viðmót Mitt Creditinfo hefur verið uppfært til að gefa einstaklingum yfirgripsmeiri sýn yfir áhrifaþætti í þeirra lánshæfismati. Hægt er að sjá hvaða áhrif hver og einn þáttur hefur á lánshæfismat einstaklings til að fá skýrari mynd af stöðu mála.


Lánshæfismat Creditinfo byggir á stærsta safni viðskiptaupplýsinga hérlendis og metur líkur á vanskilum tólf mánuði fram í tímann. Einstaklingar geta nálgast lánshæfismat sitt á vefnum mittcreditinfo.is. Þar má jafnframt sjá yfirlit yfir þá þætti sem hafa áhrif á lánshæfismatið hverju sinni, skráningar á vanskilaskrá, skuldastöðu og fyrirtækjatengsl.