Allir áskrifendur Creditinfo hafa ótakmarkaðan aðgang að Fyrirtækjavaktinni

Fyrirtækjavaktin gerir þér kleift að fylgjast með breytingum sem eiga sér stað á upplýsingum um tiltekin fyrirtæki, t.d. skil á nýjum ársreikningi, breytingar á stjórn félags eða breytingar á eignarhaldi.

Til að virkja Fyrirtækjavaktina velur þú hvaða fyrirtækjum þú vilt fylgjast með inná þjónustuvefnum og færð svo senda tilkynningu í tölvupósti ef breytingar verða hjá vöktuðu félagi. Fyrirtækjavaktin er gjaldfrjáls fyrir áskrifendur Creditinfo.

Hvað er vaktað?

Fyrirtækjavaktin vaktar allar helstu breytingar sem verða á högum fyrirtækis. Hér eru dæmi um breytingar sem sem Fyrirtækjavaktin vaktar:

 • Nýr ársreikningur
 • Breyting á endanlegum eigendum ef eignahlutur fer undir eða yfir 25% í viðkomandi félagi
 • Breytingar á stjórn
 • Breytingar á framkvæmdastjórn
 • Breyting á nafni fyrirtækis
 • Breyting á lögheimili
 • Breytingar á eignarhaldi
 • Nýr eignarhlutur fyrirtækis
 • Breytingar á prókúru
 • Breytingar á ISAT-flokki
 • Athugasemdir við skráningu í hlutafélagaskrá

Hvernig stilli ég vaktina?

Þrjár leiðir eru færar til að bæta kennitölum í vakthólfið:

Leið 1

Hægt er að hlaða inn skrá með lista af kennitölum. Þessi leið er gagnleg ef ætlunin er að vakta mörg fyrirtæki – t.d. alla viðskiptavini. Skráin þarf að vera á .txt, .csv, .xls eða .xlsx sniði. Ef skráin er á .txt eða .csv sniði þurfa kennitölurnar að vera aðskildar með kommu. Ef skráin er á .xls eða .xlsx þurfa kennitölurnar að vera í fyrsta dálk skjalsins.

Leið 2

Slá inn kennitölur handvirkt. Hægt er að slá inn allt að 100 kennitölur í textasvæði undir „Stillingum“ þegar búið er að opna Fyrirtækjavaktina á þjónustuvefnum. Þessi leið er gagnleg ef vakta á nokkur fyrirtæki. Komma þarf að vera á eftir hverri og einni kennitölu ef þær eru fleiri en ein.

Leið 3

Velja stakt fyrirtæki á fyrirtækjaspjaldi. Hægt er að skrá fyrirtæki í vakt þegar þú ert með fyrirtækjaspjaldið opið á þjónustuvefnum. Þá er smellir þú á „Setja í vöktun“ efst í hægra horninu yfir grunnupplýsingum um fyrirtækið. Að því loknu velur þú hvort þú viljir bæta fyrirtækinu við í Fyrirtækjavaktina eða í Viðskiptasafnið.


Hafðu samband ef einhverjar spurningar vakna um Fyrirtækjavaktina eða aðrar vörur Creditinfo.