Dregið hefur úr nýskráningum fyrirtækja á vanskilaskrá og hefur hlutfall nýskráninga aldrei verið lægra en nú. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Creditinfo á vanskilum fyrirtækja og einstaklinga á Íslandi.

Í greiningunni kemur fram að um 3,3,% íslenskra fyrirtækja voru nýskráð á vanskilaskrá á síðustu 12 mánuðum en þetta hlutfall fór hæst í 5,7% á undanförnum fjórum árum. Sambærilegt hlutfall fyrir einstaklinga stóð í 1,2% í byrjun maí 2021 en á undanförnum fjórum árum fór það hlutfall hæst í 2,4%.

Vanskil fyrirtækja

Á myndinni hér fyrir neðan sést hvernig hlutfall nýrra fyrirtækja inn á vanskilaskrá á undanförnum 12 mánuðum hefur þróast frá árinu 2017. Hæst fór hlutfallið í 5,7% árið 2019 en það hefur farið lækkandi allar götur síðan þar til nýjustu tölur voru teknar saman í maí árið 2021.

Ef litið er til þróunarinnar frá ársbyrjun 2020 sést að hlutfallið hefur lækkað jafnt og þétt út árið 2020 en líkt og hefur komið fram í fyrri greiningu Creditinfo á þróun vanskila er líklegt að greiðslufrestir frá lánastofnunum og fyrirtækjum í kjölfar COVID-19 faraldursins eigi stóran þátt í þessari þróun.

Vanskil einstaklinga

Hlutfall nýskráðra einstaklinga á vanskilaskrá á 12 mánaða tímabili hefur farið lækkandi frá maí 2019 og var um 1,2% í byrjun maí 2021 en á undanförnum fjórum árum fór það hlutfall hæst í 2,4%.

Ef þetta hlutfall er greint á milli landshluta sést að hlutfallið var hæst á Suðurnesjum (1,5%) en lægst á Norðurlandi og Vesturlandi (0,9%). Á myndinni hér fyrir neðan sést að vanskilum einstaklinga hefur fækkað á öllum landshlutum frá árinu 2017.

Hlutfall nýskráninga undanfarna 12 mánuði hefur dregst jafnt og þétt saman í öllum aldursflokkum frá 2017 eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Rauðu súlurnar hlutfallið m.v. 1. maí 2021: