Á Mitt Creditinfo má nálgast samantekt yfir skuldbindingar þínar sóttar frá bönkum og fjármálafyrirtækjum og þannig fá yfirlit yfir skuldir og greiðslubyrði af lánum. Þannig má til dæmis meta svigrúm til frekari lántöku. Í skuldastöðuyfirlitinu kemur líka fram ef þú ert í ábyrgð vegna skuldbindinga annarra.

Upplýsingarnar ná til lánasamninga, skuldabréfa, yfirdráttar, kreditkorta og fjölgreiðslna. Jafnframt er sýnt hver greiðslubyrðin er, lánstími og eftirstöðvar lána.

Á Mitt Creditinfo hefur þú aðgang að upplýsingum um fjárhagsstöðu þína og getur séð hvort aðilar sem þú átt í viðskiptum séu að vakta breytingar á þinni stöðu. Ef þú ert með fyrirtækjatengsl þá getur þú einnig skoðað upplýsingar um þau fyrirtæki.