Stjórnarmenn og varamenn í stjórnum bera samkvæmt lögum bæði skaðabóta- og refsiábyrgð vegna gjörða félags, athafna eða athafnaleysis.

Á Mitt Creditinfo hafa einstaklingar með fyrirtækjatengsl aðgang að upplýsingum um félög sem þeir tengjast í gegnum stjórnarsetu, framkvæmdastjórn eða prókúruumboð samkvæmt gildandi skráningu í fyrirtækjaskrá RSK.

Eftir innskráningu á þjónustuvefinn velur þú flipann Tengsl. Ef þú tengist tveimur félögum eða fleirum er nafn félags valið af fellilista.

Hér má bæta við og breyta skráningu hluthafa, dóttur- og hlutdeildarfélga, fjölda starfsmanna, vefsíðu og netfangi með því að velja hnappinn Uppfæra.

Á Mitt Creditinfo hefur þú aðgang að lánshæfismati þínu, skuldastöðu og getur séð hvort aðilar sem þú átt í viðskiptum við séu að vakta breytingar á þinni stöðu. Ef þú ert með fyrirtækjatengsl þá getur þú einnig skoðað upplýsingar um þau fyrirtæki.