Rúmlega 37% allra fyrirtækja sem skiluðu ársreikningi fyrir árið 2017 hafa skilað ársreikningi fyrir reikningsárið 2018. Skilafrestur ársreikninga er hjá flestum fyrirtækjum til 31. ágúst næstkomandi.

Samtals hafa 13.016 ársreikningar borist fyrir reikningsárið 2018. Það jafngildir 37,25% þeirra fyrirtækja sem höfðu skilað ársreikningi árið á undan. Þessi félög eiga um 53% af öllum tekjum fyrirtækja sem skiluðu ársreikningi fyrir reikningsárið 2017 og sambærilegt hlutfall af öllum eignum þeirra fyrirtækja. Sjá má á myndinni hér fyrir neðan hvernig skilin hafa verið frá janúar til júlí árið 2019.

Í júlí bættust við 3.113 reikningar eða um 31% fleiri reikningar en voru komnir í hús í júní. Fjölgun ársreikninga mánuð frá mánuði er sambærileg og árið áður þar sem skilunum fjölgaði hratt yfir sumarið. Meirihluta fyrirtækja sem skiluðu ársreikningi fyrir reikningsárið 2017 voru búin að skila ársreikningi í september á síðasta ári. Hægt er að sjá hvernig ársreikningaskilin þróuðust í fyrra á myndinni hér fyrir neðan. Samkvæmt lögum um ársreikninga ber félögum að skila ársreikningi eigi síðar en átta mánuðum eftir lok reikningsárs. Þar sem flest félög hafa uppgjörstímabil frá janúar til desember er skilafresturinn í flestum tilvikum 31. ágúst á hverju ári.

Sýnishorn af ársreikningi af creditinfo.is

Creditinfo býður öllum aðgang að stærsta gagnagrunni fyrirtækjaupplýsinga á Íslandi án áskriftar. Hægt er að sækja nýja og gamla ársreikninga, upplýsingar um lánshæfi fyrirtækja, upplýsingar um endanlegt eignarhald og ýmislegt fleira með því að smella hér.