Minningarsjóður Ölla hlaut samtals 613.600 kr í styrk úr árlegri góðgerðarsöfnun starfsfólks Creditinfo. Jane María og Andrea Vigdís Elvarsdætur tóku á móti söfnunarfénu sem sendiherrar sjóðsins en þær eru bróðurdætur Ölla. Undanfarin ár hefur Creditinfo valið að senda ekki út jólakort, en leggja þess í stað starfsfólki fyrirtækisins lið við söfnun sem óskipt er látin … Lesa áfram Minningarsjóður Ölla hlýtur styrk úr góðgerðarsöfnun Creditinfo
Um miðlun fjárhagsupplýsinga
Upplýst er í grein Ingu Sæland, þingkonu og formanns Flokks fólksins, í Morgunblaðinu 11. febrúar sl., undir yfirskriftinni „Bönnum þessa starfsemi Creditinfo", að flokkurinn hyggist leggja fram á Alþingi frumvarp um að banna miðlæga vinnslu á fjárhagsupplýsingum. Að baki liggur vilji til þess að hver og einn lánveitandi noti bara eigin gögn við ákvarðanir um lánveitingar. Dregin er ályktun … Lesa áfram Um miðlun fjárhagsupplýsinga
Píeta samtökin njóta góðs af jólasöfnun starfsfólks Creditinfo
Píeta samtökin hafa fengið afhentar 1.368.150 krónur sem söfnuðust í árlegri góðgerðarviku starfsfólks Creditinfo. Söfnunarféð var afhent Píeta samtökunum miðvikudaginn 16. desember við starfsstöð samtakanna á Baldursgötu í Reykjavík. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta, tók við framlaginu fyrir hönd samtakanna. Undanfarin ár hefur Creditinfo valið að senda ekki út jólakort, en leggja þess í stað starfsfólki fyrirtækisins lið … Lesa áfram Píeta samtökin njóta góðs af jólasöfnun starfsfólks Creditinfo
842 Framúrskarandi fyrirtæki 2020
Creditinfo birti í dag lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2019. Þetta er í ellefta sinn sem Creditinfo veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu en í ár eru 842 fyrirtæki á listanum eða um 2% allra virkra fyrirtækja á Íslandi.
Valka hlaut verðlaun Creditinfo fyrir Framúrskarandi nýsköpun
Tæknifyrirtækið Valka hf. hlaut hvatningarverðlaun Creditinfo fyrir nýsköpun meðal Framúrskarandi fyrirtækja 2020. Verðlaunin fyrir samfélagsábyrgð eru veitt í samstarfi við Icelandic Startups. Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á mikilvægi nýsköpunar hjá rótgrónum fyrirtækjum. Við valið er m.a. horft til skráðra einkaleyfa, samstarfs við háskóla og rannsóknarstofnanir og þess hvort fyrirtækið afli útflutningstekna sem byggja á íslensku hugviti.