Samkvæmt lögum nr 140 um peningaþvætti er tilkynningaskyldum aðilum skylt að framkvæma áreiðanleikakönnun til að kanna hvaða áhætta á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hver viðskiptamaður ber með sér.

Skýrsla Creditinfo um áreiðanleikakönnun (KYC) sameinar á einum stað allar helstu upplýsingar sem nauðsynlegt er að afla við framkvæmd áreiðanleikakannana hjá fyrirtækjum.

Í nýrri og uppfærðri skýrslu um áreiðanleikakönnun er að finna enn ítarlegri upplýsingar um fyrirtæki og aðstandendur þeirra svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um þín viðskiptasambönd.

Hér fyrir neðan er yfirlit yfir helstu atriði sem koma fram í skýrslunni:

Samantekt (nýtt)

Strax í upphafi skýrslunnar er hæg tað sjá yfirlit helstu upplýsingar sem aðgengilegar eru í skýrslunni. Þar sést strax hversu margir einstaklingar standa að baki fyrirtækinu, hversu gamlar upplýsingarnar í skýrslunni eru, hvort fyrirtækið hafi verið í fjölmiðlum auk þess hvort einhverjir einstaklingar sem tengjast fyrirtækinu hafi stjórnmálaleg tengsl.

Upplýsingar úr Fyrirtækjaskrá

Í skýrslunni eru aðgengilegar helstu upplýsingar um fyrirtækið úr Fyrirtækjaskrá eins og aðsetur, starfsemi, stofndagsetning, hlutafé, tilgang fyrirtækis o.fl.

Breytingar úr Fyrirtækjaskrá (nýtt)

Einnig er hægt að nálgast yfirlit yfir nýjustu breytingar á úr fyrirtækjaskrá. Vert er að taka fram að hægt er að vakta þær breytingar án viðbótarkostnaðar með því að smella á „Setja á vöktun“ á viðskiptaspjaldi fyrirtækis.

Stjórn, stjórnendur og prókúruhafar

Í skýrslunni er að finna yfirlit yfir alla skráða stjórnarmeðlimi, framkvæmdastjóra, prókúruhafa, endurskoðendur og stofnendur fyrirtækis. Nafn, kennitala og heimilisfang viðkomandi einstaklinga fylgir í skýrslunni en henni til viðbótar er hægt að sækja skýrslu um hlutafélagaþátttöku þeirra sem sýnir hvaða fyrirtækjum einstaklingurinn tengist. Upplýsingar um stjórnmálaleg tengsl (PEP) allra þessara einstaklinga er að lokum aðgengileg með því að smella á „Sækja“ undir PEP flipanum. Til þess að geta sótt upplýsingar um stjórnmálaleg tengsl einstaklinga þarf að gerast áskrifandi að PEP-gagnagrunni Creditinfo.

Endanlegir eigendur og raunverulegir eigendur

Samkvæmt peningaþvættislögum á tilkynningaskyldur aðili „ávallt [að] afla fullnægjandi upplýsinga um viðskiptamann og raunverulegan eiganda“. Með skýrslunni fylgir niðurbrot á endanlegum eigendum fyrirtækis, hver eignarhluti þeirra er og í gegnum hvaða fyrirtæki eignartengslunum er háttað. Því til viðbótar geta áskrifendur að PEP gagnagrunni Creditinfo nálgast upplýsingar um stjórnmálaleg tengsl þeirra einstaklinga sem skráðir eru endanlegir eigendur fyrirtækisins. Einnig eru upplýsingar um raunverulegan eiganda fyrirtækis samkvæmt RSK aðgengilegar í skýrslunni.

Yfirlit yfir hluthafa

Til viðbótar við upplýsingar um endanlegt eignarhald fyrirtækis er einnig hægt að finna upplýsingar um stærstu hluthafa fyrirtækis og hver eignarhluti þeirra er bæði í skýru myndriti og í töfluformi.

Fjölmiðlaupplýsingar (nýtt)

Til að framkvæma áreiðanleikakönnun með ítarlegum hætti er einnig gagnlegt að hafa yfirsýn yfir umfjöllun fjölmiðla um félagið. Gagnabanki Fjölmiðlavaktar Creditinfo er stærsti sinnar tegundar á Íslandi og gefur greinargóða yfirsýn yfir þær fréttir sem hafa borist um viðkomandi fyrirtæki.


Með aðgangi að stærsta safni viðskiptaupplýsinga á Íslandi tekur þú markvissari ákvarðanir í viðskiptum. Kynntu þér áskriftarleiðirnar sem standa til boða hjá Creditinfo.