Sjáðu viðskiptavini sem draga greiðslur og eru áhættusamir. Kynntu þér miðlun greiðsluhegðunarupplýsinga til Creditinfo.

Áskrifendum Creditinfo gefst kostur á að fá yfirlit yfir greiðsluhegðun viðskiptavina sinna svo þeir geti lagt betra mat á útlánaáhættu. Einnig fá þeir 40% afslátt af skýrslu á þjónustuvef Creditinfo sem sýnir greiðsluhegðun fyrirtækja og lagt þannig mat á hvernig viðskiptavinir greiða í samhengi við önnur fyrirtæki.

Áskrifendur að Viðskiptasafninu sem miðla greiðsluhegðunarupplýsingum geta sett útistandandi skuldir í samhengi við lánshæfismat skuldara. Það þýðir að hægt er að meta með nákvæmari hætti en áður hver áhættan er á töpuðum kröfum.

Upplýstar ákvarðanir

Tökum dæmi: A ehf. er með útistandandi skuld upp á rúmar 23 þúsund krónur og hefur að jafnaði greitt 7 dögum fyrir eindaga síðustu 6 mánuði. Þar sem lánshæfi hans er gott og útistandandi skuld hlutfallslega lág þá er hægt að meta hann áhættulítinn. Baldur og Valdur ehf. eru hins vegar með útistandandi skuld upp á rúmar 214 þúsund krónur og með lánshæfiseinkunnina 10 sem þýðir að miklar líkur eru á því að fyrirtækið fari í vanskil á næstu 12 mánuðum. Óhætt er því að segja að fyrirtækið sé áhættumeira en flestir viðskiptavinir.

Skjámynd úr viðskiptasafni af þjónustuvef Creditinfo
Skjámynd úr viðskiptasafni af þjónustuvef Creditinfo

Ef einungis upplýsingar um útistandandi skuld eru til staðar er erfitt að meta hver þessara viðskiptavina er áhættusamur. Með lánshæfismat allra viðskiptavina til hliðsjónar við útistandandi skuldir er hægt að greina með ítarlegri hætti en áður hver áhættan er í viðskiptasafninu þínu. Þannig er hægt að taka upplýstari ákvarðanir um reikningsviðskipti og lágmarka hættuna á töpuðum kröfum.

Jákvæð áhrif á fjárstreymi

Kostirnir við miðlun greiðsluhegðunarupplýsinga eru fleiri. Taka þarf fram að þeir sem miðla upplýsingum um greiðsluhegðun viðskiptavina sinna er skylt að upplýsa um miðlunina með sannanlegum hætti, sem flestir leysa með áletrun á reikninga/greiðsluseðla. Þegar viðskiptavinir eru meðvitaðir um að upplýsingum um skilvísi þeirra verði miðlað áfram í greiðsluhegðunarkerfi Creditinfo eru þeir líklegri til að greiða á réttum tíma og forgangsraða þeim greiðslum framar öðrum. Áletrunin hefur því greiðsluhvetjandi áhrif á viðskiptavini og bætir þannig innheimtu.

Skilvísum greiðendum umbunað

Með ítarlegri upplýsingar um viðskiptavini þína að vopni er þér ekki aðeins fært að draga úr viðskiptum við áhættusama viðskiptavini heldur getur þú einnig styrkt sambönd við þá viðskiptavini sem eru skilvísir og áhættulitlir. Viðskiptavinum sem greiða þér á réttum tíma er umbunað með því að jákvæðum upplýsingum er miðlað til Creditinfo, sem geta styrkt lánshæfismat þeirra. Með betra lánshæfismati standa þeir betur að vígi og eiga greiðari aðgang að lánsfjármagni á betri kjörum.

40% afsláttur af greiðsluhegðunarskýrslu

Áskrifendur Creditinfo sem miðla greiðsluhegðunarupplýsingum viðskiptavina sinna fá 40% afslátt af greiðsluhegðunarskýrslu á þjónustuvef Creditinfo. Í skýrslunni er hægt að sjá hvernig greiðsluhegðun viðkomandi fyrirtækis hefur þróast síðastliðin tvö ár. Hægt er að sjá hver greiðsluhegðunin er að jafnaði, hver hún er gagnvart þínu fyrirtæki og hvernig hún er almennt í atvinnugreininni sem viðkomandi fyrirtæki starfar í. Þegar viðskiptavinur er farinn að draga greiðslur til þíns fyrirtækis skiptir miklu að vita hvort viðkomandi er að greiða þér fyrr eða seinna en öðrum kröfuhöfum. Ef þitt fyrirtæki virðist aftarlega í greiðsluröðinni er líklega skynsamlegt að grípa til aðgerða fyrr en síðar.

Þróun greiðsluhegðunnar, tafla

Þessi skýrsla byggir á upplýsingum um greidda reikninga á tilgreindum tímabilum. Í svæðinu „Fjöldi“ kemur fram hversu margir greiddir reikningar liggja til grundvallar í hverri línu fyrir sig.

Vert er að taka fram að greiðsluhegðunargögn sem Creditinfo miðlar til þriðja aðila eru aldrei rekjanleg beint til þátttakanda.


Vilt þú draga úr hættunni á töpuðum kröfum og öðlast betri yfirsýn yfir áhættuna í þínu viðskiptasafni? Hafðu samband og við hjálpum þér að miðla greiðsluhegðunarupplýsingum um þína viðskiptavini.

3 athugasemdir á “Hversu skilvísir eru þínir viðskiptavinir?

Lokað er fyrir athugasemdir.